Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1972/Menntun sjómanna: Matsveinanámskeið

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Matssveinanámskeið


Síðastliðið haust og fram í janúar var haldið matsveinanámskeið á vegum Stýrimannaskólans og Matsveina- og Veitingaþjónaskóla Íslands.
Tilhögun var mjög svipuð og á námskeiðinu, sem lauk í fyrra.
Verkleg kennsla var í eldhúsi Ísfélags Vestmannaeyja, sem rekið er í sambandi við sameiginlega matstofu frystihúsanna í Vestmannaeyjum. Var aðalkennari Sigurgeir Jóhannsson matsveinn. Verkleg kennsla var 5 daga vikunnar, 3 tíma í senn frá kl. 4 til 7 síðdegis. Einn dag í viku voru 3 bóklegir tímar í ensku, Íslensku og reikningi fyrir þá, sem ekki voru gagnfræðingar. Kennt var í Stýrimannaskólanum.
Stutt námskeið í bakstri með pressugeri var hjá Sigmundi Andréssyni bakarameistara. - Kenndi Sigmundur algengustu meðferð á pressugeri og bökun á franskbrauðum, „rúnnstykkjum“ og vínarbrauðum.

- Gerið svo vel, prófverkefnið er tilbúið.


Prófað var um miðjan janúar og var Magnús Guðmundsson bryti á Hrafnistu prófdómari. Var prófað í bóklegri og verklegri matreiðslu.
Tólf nemendur stunduðu reglulega nám á námskeiðinu, en 11 nemendur luku prófi og náðu allir tilskildri lágmarkseinkunn, 5,0, til þess að halda áfram á síðari hluta námskeiðsins.
Til gamans birtum við hér skriflegt matreiðslupróf nemenda.
Lýsið lögun eftirtaldra rétta:

1. Ítölsk súpa
2. Hollensk súpa
3. Hvernig er kjötfars lagað?
4. Steiktur fiskur - lýsið 2 aðferðum
5. Hvernig er nýr fiskur þekktur frá gömlum fiski?

Þeir sem luku prófi voru: Ágúst Halldórsson, Eyvindur Ólafsson, Guðmundur Pálsson, Jón Ingi Steindórsson, Jón Rafn Högnason, Júlíus A. Sveinsson, Kjartan Eggertsson, Sveinn Þorsteinsson, Sigtryggur Vilhjálmsson, Sævar Guðjónsson, Kolbeinn Ólafsson.
Ætlunin er að ljúka námskeiðinu næsta haust og er ráðgert að kennsla hefjist ekki síðar en 15. september.

Matsveinanámskeið 1971-1972. Fremri röð f.v.: Jón Rafn Högnason, Kolbeinn Ólafsson, Ármann Eyjólfsson skólastjóri, Sigurgeir Jóhannsson aðalkennari, Sigmundur Andrésson bakarameistari, Sveinn Þorsteinsson, Júlíus A. Sveinsson. - Aftari röð f.v.: Eyvindur Ólafsson, Sigtryggur Vilhjálmsson, Sævar Guðjónsson, Jón Ingi Sveindórsson, Guðmundur Palsson, Kjartan Eggertsson, Ágúst Halldórsson.

Tryggvi Þorfinnsson, sem var skólastjóri Matsveina- og veitingaþjónaskólans um árabil, andaðist í fyrra. Hann var okkur Vestmannaeyingum mjög hliðhollur og velviljaður, er námskeiðunum var komið hér á fót haustið 1969.

Við skólastjórn af Tryggva tók Sigurður Gröndal, sem hefur verið yfirkennari við skólann um fjöldamörg ár. Hann var námskeiðinu hér á allan hátt hinn hjálplegasti.

Frá matsveinanámskeiði - steik á pönnunni.