Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Um Einisdrang
Fara í flakk
Fara í leit
Einisdrangur. Alllangt þaðan í útsuður (af Dröngum) liggur einstakt sker, það er menn nefna Einisdrang. Hann liggur fjarska langt frá Eyjum og er í lögun og að stærð líkastur Geirfuglaskeri, eður eins og sykurtoppur. Þangað hefur aldrei svo menn viti komið íslenzkt skip.
Í kringum dranginn, einkum á móti landnorðri, eru mörg sker, smá og stór.
(Úr Útskýringartilraun yfir Vestmannaeyjar, eftir Jón Austmann, frá árinu 1843).