Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1966/ Skemmtileg gjöf

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Skemmtileg gjöf


Í þeim svifum sem Sjómannadagsblaðið fór í prentun barst Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum myndarleg gjöf frá Einari Sigurðssyni útgerðarmanni og landskunnum framkvæmdamanni. Er þetta ákaflega eigulegur skjöldur og skal veita hann sem verðlaun fyrir hæsta einkunn í skólanum. Skjöldurinn er gerður í Glit og sýnir innsiglinguna hér — Leiðina — en umgjörðina mynda stafirnir Sjómannaskóli Vestmannaeyja, hæsta eink-unn 1966.
Skólinn þakkar þessa skemmtilegu gjöf og er okkur það mikill styrkur og sönn ánægja, að þessi landsþekkti athafnamaður minnist fæðingarbæjar síns með þessu.
Þess má geta að faðir Einars, Sigurður Sigurfinnsson, var einn þeirra fáu, sem kunni eitthvað fyrir sér í siglingafræði af sjómönnum hér á öldinni sem leið, og prófaði hann formenn hér í siglingafræði áður en námskeið hófust 1918. Finnbogi Björnsson frá Norðurgarði, sem var stýrimaður á hákarlaskútum, Skaftfellingi o. fl., einnig prófdómari hér við skipstjórnarnámskeið, lærði sín stýrimannafræði hjá Sigurði.
Auk þessa brauðryðjenda í sjómannafræðslu á 19. öld, Sigurðar Sigurfinnssonar hreppstjóra, vil ég einnig minnast Jósefs Valdasonar, föður Jóhanns Þorkels, alþingismanns Vestmannaeyja um langan aldur og síðar ráðherra. En þessir tveir menn, Jósef Valdason skipstjóri og Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri voru brautryðjendur á sviði sjómannafræðslu í Vestmannaeyjum á öldinni sem leið. Báðir afburðasjómenn og stjórnarar.