Sigurbjörg Guðnadóttir (Suður-Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurbjörg Guðnadóttir.

Sigurbjörg Guðnadóttir frá Skuggabjörgum í Dalsmynni, S.-Þing., húsfreyja, fæddist á Melum í Fnjóskadal í S.-Þing. 26. júlí 1925 og lést 27. desember 2009.
Foreldrar hennar voru Guðni Vilhjálmur Þorsteinsson bóndi á Melum, Skuggabjörgum og Hálsi í Fnjóskadal, og að Höfn á Svalbarðsströnd, Eyjafirði, síðast á Akureyri, f. 2. júlí 1883 í Jarlstaðaseli í Bárðardal, S.-Þing., d. 18. júní 1971 á Akureyri, og kona hans Jakobína Kristín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 2. mnars 1890 á Syðra-Fjalli í Aðaldal, S.-Þing., d. 8. janúar 1967.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum, fluttist með þeim að Skuggabjörgum 1938, síðan að Hálsi í Fnjóskadal, en árið 1950 að Höfn á Svalbarðsströnd.
Hún nam við Héraðsskólann á Laugum 1944-1945, í Húsmæðraskólanum á Laugum 1948-1949.
Hún var í vistum í Fnjóskadal og Skagafirði á yngri árum sínum, réðst kaupakona að Suður-Hvoli í Mýrdal 1947.
Þau Sigurður giftu sig 1952 á Akureyri, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Helgafellsbraut 15b í Eyjum fyrsta búskaparár sitt, en frá 1954 bjuggu þau á Suður-Hvoli með systkinum Sigurðar, þeim Önnu og Guðmundi.
Sigurður lést árið 2000 og Sigurbjörg 2010.

I. Maður Sigurbjargar, (27. júní 1952), var Sigurður Eyjólfsson frá Hvoli, bóndi, f. 21. janúar 1915, d. 8. september 2000.
Börn þeirra:
1. Arnþrúður Sigurðardóttir bókasafnsfræðingur í Reykjavík, f. 5. mars 1954 á Helgafellsbraut 15 í Eyjum.
2. Kristín Jakobína Sigurðardóttir ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur, f. 2. júlí 1955 á Suður-Hvoli. Maður hennar Gunnar R. Ólason.
3. Eyjólfur Sigurðsson fulltrúi, bifreiðastjóri í Mosfellsbæ, f. 31. ágúst 1956. Kona hans Ásdís Gunnarsdóttir.
4. Guðný Sigurðardóttir bóndi á Suður-Hvoli, f. 20. október 1961. Faðir að tveim börnum hennar Magnús Vilhjálmsson. Maður hennar Kristján Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. september 2000. Minning Sigurðar Eyjólfssonar.
  • Morgunblaðið 9. janúar 2010. Minning Sigurbjargar Guðnadóttur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.