Sigurður Eyjólfsson (Hvoli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Eyjólfsson.

Sigurður Eyjólfsson frá Hvoli í Mýrdal, bóndi fæddist þar 21. janúar 1915 og lést 8. septemer 2000 á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Guðmundsson bóndi, kennari, rithöfundur, f. 31. ágúst 1870 í Eyjarhólum í Mýrdal, d. 16. júní 1954, og kona hans Arnþrúður Guðjónsdóttir frá Þórustöðum í Eyjafirði, húsfreyja, f. þar 19. desember 1872, d. 3. október 1962.

Sigurður var með foreldrum sínum á Suður-Hvoli til 1952, var bóndi þar frá 1954-1981.
Hann nam í Íþróttaskólanum í Haukadal í Biskupstungum 1937-1938, var á vertíðum í Eyjum um árabil. Þau Sigurbjörg giftu sig 1952 á Akureyri, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Helgafellsbraut 15b í Eyjum fyrsta búskaparár sitt, en frá 1954 bjuggu þau á Suður -Hvoli með systkinum Sigurðar, þeim Önnu og Guðmundi.
Sigurður lést árið 2000 og Sigurbjörg 2010.

I. Kona Sigurðar, (27. júní 1952), var Sigurbjörg Guðnadóttir frá Skuggabjörgum í Dalsmynni, S.-Þing., húsfreyja, f. á Melum í Fnjóskadal í S.-Þing. 26. júlí 1925, d. 27. desember 2009.
Börn þeirra:
1. Arnþrúður Sigurðardóttir bókasafnsfræðingur í Reykjavík, f. 5. mars 1954 á Helgafellsbraut 15 í Eyjum.
2. Kristín Jakobína Sigurðardóttir ljósmóðir, hjúkrunarfræðingur, f. 2. júlí 1955 á Suður-Hvoli. Maður hennar Gunnar R. Ólason.
3. Eyjólfur Sigurðsson fulltrúi, bifreiðastjóri í Mosfellsbæ, f. 31. ágúst 1956. Kona hans Ásdís Gunnarsdóttir.
4. Guðný Sigurðardóttir bóndi á Suður-Hvoli, f. 20. október 1961. Faðir að tveim börnum hennar Magnús Vilhjálmsson. Maður hennar Kristján Ólafsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. september 2000. Minning Sigurðar.
  • Morgunblaðið 9. janúar 2010. Minning Sigurbjargar Guðnadóttur.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.