Sigurbjörg Þráinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurbjörg Þráinsdóttir húsfreyja, gistheimilisrekandi fæddist 12. ágúst 1956 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þráinn Sigtryggsson vélstjóri, rennismíðameistari, f. 3. júní 1927 á Héðinshöfða á Tjörnesi, d. 2. desember 2015 á Landakoti, og kona hans Ása Haraldsdóttir frá Sandi, húsfreyja, f. 12. júlí 1928, d. 4. nóvember 2014.

Börn Ásu og Þráins:
1. Haraldur Þráinsson búfræðingur, vélsmiður, f. 10. október 1949. Fyrrum kona Valdís Olgeirsdóttir. Kona hans Guðný Jóna Gunnarsdóttir.
2. Kristjana Þráinsdóttir flugfreyja, f. 4. janúar 1953. Fyrri maður Sveinbjörn Bjarkason. Síðari maður Helgi Sigurjónsson, látinn.
3. Sigurbjörg Þráinsdóttir húsfreyja, gistheimilisrekandi, f. 12. ágúst 1956. Maður hennar Ragnar Vignir Guðmundsson veitingamaður, gistiheimilisrekandi.

Sigurbjörg var með foreldrum sínum í æsku, varð gagnfræðingur í Vogaskóla.
Hún hefur starfað í Bústaðakirkju, verið húsmóðir þar, þ.e. séð um veitingar við athafnir.
Þau Vignir giftu sig 1977, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Vignir er framreiðslumaður, rak Kaffi Rósenberg og Sælkerann í Reykjavík og A. Hansen í Hafnarfirði.
Þau fluttu til Eyja 1993, leigðu þar víða, m.a. við Brimhólabraut, Heiðarveg, Ásaveg og í Hólshúsi.
Í Eyjum ráku þau Skútann, sem síðar varð Lundinn, og Sigurbjörg vann við gestamóttöku á Hótel Þórshamri.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1998 og sáu um veitingarekstur í Skíðaskálanum í Hveradölum í ellefu ár.
Frá 2012 hafa þau rekið gistiheimili að Bitru í Flóa.

I. Maður Sigurbjargar, (3. desember 1977), er Ragnar Vignir Guðmundsson veitingamaður, gistiheimilisrekandi, f. 20. september 1956.
Börn þeirra:
1. Margrét Vignisdóttir húsfreyja, flugfreyja í Noregi, f. 30. október 1973. Sambúðarmaður hennar Magnús Viðar Árnason.
2. Kristjana Vignisdóttir húsfreyja, veitingakona í Noregi, f. 13. febrúar 1980. Fyrrum eiginmaður Gísli Pétur Hinriksson. Sambúðarmaður hennar Audun Holt.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.