Sigurður Sverrisson (Melstað)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Sverrisson, Nikhól, fæddist að Sólheimum í Mýrdal árið 1874. Formennsku byrjaði Sigurður árið 1910 með Kára og var síðan formaður með Eros, Franz og svo Ásdísi til ársins 1922. Sigurður lést árið 1957.


Heimildir

  • Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.

Frekari Umfjöllun

Sigurður Sverrisson frá Ytri-Sólheimum í Mýrdal, skipstjóri, trésmiður fæddist þar 10. júlí 1872 og lést 16. nóvember 1957 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Sverrir Magnússon frá Efstu-Grund u. Eyjafjöllum, bóndi, f. 17. mars 1836, d. 29. maí 1914 í Reykjavík, og kona hans Elsa Dóróthea Einarsdóttir frá Pétursey í Mýrdal, húsfreyja, f. 7. september 1839, d. 7. febrúar 1905.

Sigurður var með foreldrum sínum til 1905, fór þá með þeim til Reykjavíkur.
Hann var trésmiður í Reykjavík 1910, flutti til Eyja 1912, (sjá ofar), bjó þar í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41 1913, var trésmíðameistari á Melstað við Faxastíg 8b 1920 og í Hjarðarholti við Vestmannabraut 69 1930. Hann flutti til Reykjavíkur 1932, var þar trésmiður til æviloka.
Þau Sesselja giftu sig 1912, eignuðust fjögur börn.
Sigurður lést 1957 og Sesselja 1975.

I. Kona Sigurðar, (10. desember 1912), var Sesselja Guðmundsdóttir frá Skeiði í Hvolhreppi, húsfreyja, f. 8. maí 1884, d. 10. mars 1975.
Börn þeirra:
1. Sigurlaug Sigurðardóttir, húsfreyja, f. 8. september 1913 í Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, d. 26. september 2007 í Reykjavík. Maður hennar var Gunnar Pétur Lárusson.
2. Jón Sigurðsson verslunarmaður í Reykjavík, f. 23. júní 1915, d. 19. október 1981.
3. Kristín Sigurðardóttir, f. 16. febrúar 1917, d. 6. mars 2006.
4. Guðmundur Sigurðsson, f. 12. september 1918, d. 2. janúar 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.