Sigurður Guðmundsson (ritstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Guðmundsson frá Grímsstöðum (Hala) í Meðallandi, V.-Skaft., kennari, ritstjóri, trúboði, bóndi fæddist þar 16. júlí 1900, síðast í Nökkvavogi 2 í Reykjavík og lést 21. ágúst 1989.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson bóndi, f. 20. apríl 1828 í Skurðbæ (Hala) í Meðallandi, d. 11. janúar 1909 á Feðgum þar, og bústýra hans Sunneva Sigurðardóttir, f. 20. júlí 1860 á Syðri-Fljótum í Meðallandi, d. 15. október 1914 í Efri-Ey þar.

Sigurður var tökubarn hjá afa sínum í Syðri-Fljótum 1900-1901, hjá föður sínum á Grímsstöðum 1901-1903, á sveit í Bakkakoti í Meðallandi 1903-1914.
Hann var vinnumaður á Strönd í Meðallandi 1914-1922, var í lýðháskóla í Danmörku 1922-1923, vinnumaður á Eystri-Ásum í Skaftártungu 1923-1925, stundaði sjómennsku í Höfnum á Reykjanesi í nokkur ár og gekk þá frá Meðallandi til Hafna.
Sigurður fór til Eyja 1925. Hann er skráður kennari við fæðingu Ingólfs þar 1926.
Þau Rannveig giftu sig 1925, eignuðust tvö börn og fóstruðu eitt barn. Þau bjuggu á Hofi við Landagötu 25 við giftungu sína 1925, á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3 við fæðingu Ingólfs 1926, síðan á Vegbergi við Skólaveg 32. Þau fluttu til Reykjavíkur 1929.
Sigurður var afgreiðslumaður á Álafossi í Mosfellssveit 1930. Hann var í Reykjavík 1939, síðan á Stað á Seltjarnarnesi til 1947, var bóndi á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd frá 1947 og enn 1950, var ritstjóri í Reykjavík 1956. Sigurður var formaður kristilega sjómannastarfsins ásamt Þórði Jóhannessyni og ritstjóri Kristilegs vikublaðs um tíma og seinna ritstjóri blaðsins Rödd í óbyggð, sem hann gaf út sjálfur. Þeir Þórður ráku sjómannastofu í nokkur ár á Vesturgötu og einnig um tíma á Bárugötu. Þeir gáfu út Vin sjómannsins, rit, sem kom út árlega um tíu ára bil. Sjómannastarfið var síðar til húsa á Fálkagötu 10 í eigin húsnæði, er gefið var á sínum tíma til starfsins.
Rannveig lést 1968 og Sigurður 1989.

I. Kona Sigurðar, (24. október 1925 í Eyjum), var Rannveig Ingveldur Runólfsdóttir frá Hólmi (Króki) í Landbroti, húsfreyja, f. þar 28. janúar 1897, d. 1. október 1968 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Sigurðsson eigandi fyrirtækisins Vöku og framkvæmdastjóri, f. 1. nóvember 1926 á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, d. 7. mars 2022. Fyrrum kona hans Sveinbjörg Guðmundsdóttir, fyrrum kona hans Elín Adolfsdóttir og fyrrum kona hans Sonja B. Helgason.
2. Ragnar Sigurðsson bifreiðastjóri, vinnuvélastjóri, ökukennari, kaupmaður, f. 16. júlí 1929 í Reykjavík, d. 17. júlí 2019. Hann var tvíkvæntur. Fyrrum kona hans var Guðlaug Halsör Sigvardsdóttir, látin. Kona hans er Júlía Hrefna Viggósdóttir.
Fósturbarn þeirra:
3. Selma Sigurveig Gunnarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, verkakona, f. 5. júní 1936, d. 30. nóvember 2006. Maður hennar Karl Hólm Helgason.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 14. september 1989. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.