Rannveig Runólfsdóttir (Vegbergi)
Rannveig Ingveldur Runólfsdóttir frá Hólmi (Króki) í Landbroti, húsfreyja fæddist þar 28. janúar 1897 og lést 1. október 1968 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Runólfur Bjarnason frá Brattlandi (Ytri-Dal) á Síðu, V.-Skaft., f. þar 8. febrúar 1863, d. 25. nóvember 1949 í Hólmi, og kona hans Rannveig Bjarnadóttir frá Prestbakka á Síðu, f. þar 17. júní 1857, d. 11. nóvember 1949 í Hólmi.
Rannveig var með foreldrum sínum í Hólmi til 1916, var vinnukona á Prestbakka 1916-1918, var hjá foreldrum sínum í Hólmi 1918-1920, hjá bróður sínum þar 1920-1925.
Hún flutti til Eyja 1925.
Þau Sigurður giftu sig 1925, eignuðust tvö börn og fóstruðu eitt barn. Þau bjuggu á Hofi við Landagötu 25 við giftungu sína 1925, á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3 við fæðingu Ingólfs 1926, síðan á Vegbergi við Skólaveg 32. Þau fluttu til Reykjavíkur 1929, voru í Reykjavík 1939, síðan á Stað á Seltjarnarnesi til 1947, voru bændur á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd frá 1947 og enn 1950, bjuggu í Reykjavík 1956.
Rannveig lést 1968 og Sigurður 1989.
I. Maður Rannveigar, (24. október 1925 í Eyjum), var Sigurður Guðmundsson frá Grímsstöðum (Hala) í Meðallandi, V.-Skaft., kennari, ritstjóri, trúboði, bóndi, f. 16. júlí 1900, d. 21. ágúst 1989.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Sigurðsson eigandi fyrirtækisins Vöku og framkvæmdastjóri, f. 1. nóvember 1926 á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3, d. 7. mars 2022. Fyrrum kona hans Sveinbjörg Guðmundsdóttir, fyrrum kona hans Elín Adólfsdóttir og fyrrum kona hans Sonja B. Helgason.
2. Ragnar Sigurðsson bifreiðastjóri, vinnuvélastjóri, ökukennari, kaupmaður, f. 16. júlí 1929 í Reykjavík, d. 17. júlí 2019. Hann var tvíkvæntur. Fyrrum kona hans var Guðlaug Halsör Sigvardsdóttir, látin. Kona hans er Júlía Hrefna Viggósdóttir.
Fósturbarn þeirra:
3. Selma Sigurveig Gunnarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, verkakona, f. 5. júní 1936, d. 30. nóvember 2006. Maður hennar Karl Hólm Helgason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 14. september 1989. Minning Sigurðar.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.