Sigurður Ólafsson (skipstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sigurður Ólafsson.

Sigurður Ólafsson frá Þorvaldseyri á Eyrarbakka, sjómaður, útgerðarmaður, vélstjóri, skipstjóri fæddist 20. október 1920 og lést 3. mars 2010.
Foreldrar hans voru Ólafur Engilbert Bjarnason vegavinnuverkstjóri, f. 13. janúar 1893, d. 2. október 1983, og kona hans Jenný Dagbjört Jensdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1897, d. 2. desember 1964.
Fósturforeldrar hans voru móðurforeldrar hans Jens Sigurður Sigurðsson vegavinnumaður og Margrét Ólafsdóttir húsfreyja á Túni í Stokkseyrarsókn.

Börn Jennýjar og Ólafs í Eyjum:
1. Sigurður Ólafsson sjómaður, útgerðarmaður, skipstjóri, f. 20. október 1920, d. 3. mars 2010.
2. Eggert Ólafsson skipasmíðameistari f. 7. mars 1924, d. 12. apríl 1980.

Sigurður var með foreldrum sínum, en sex ára gamall fór hann til ömmu sinnar og afa á Stokkseyri og var hjá þeim næstu sjö árin, eða þar til afi hans dó. Þá flutti hann með ömmu sinni til Reykjavíkur.
Hann lærði vélstjórn í Reykjavík, lauk síðar námi í Stýrimannaskóla Vestmannaeyja.
Á unglingsárum var hann í vegavinnu með föður sínum, m.a. við hleðslu varnargarða á Markarfljótsaurum.
Hann hóf sjómennsku á 12 lesta bát frá Vestmannaeyjum, Hjálparanum VE 232, í febrúar 1938. Síðan var hann m.a. á Hilmi VE 282, vélstjóri á Gauti EA 669, var á Gísla J. Johnsen VE 100, á Sjöstjörnunni VE 92, á Metu VE 236 og á Suðurey VE 20.
Sigurður hóf útgerð með kaupum á Ingólfi (Tanga-Ingólfi) VE 216. 1960 keypti hann Skúla fógeta VE 185 og átti hann til ársins 1969. Þá keypti hann (seinni) Ingólf VE 216 og átti hann til ársins 1976. Hann keypti annan Skúla fógeta VE 185 árið 1984 og gerði hann út til ársins 1989, er hann hætti útgerð.
Sigurður var hluthafi í Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. um árabil.
Síðar stundaði Sigurður ýmsa landvinnu, m.a. hjá Skipaviðgerðum hf. og Nethamri hf..
Þau Málfríður hófu búskap, fluttu til Eyja 1943, giftu sig 1944, eignuðust eitt kjörbarn. Þau bjuggu í fyrstu á Bakkastíg 9, byggðu síðar hús við Hólagötu 17, voru komin þangað 1949, bjuggu þar til 1997, er þau fluttu til Lands. Þar bjuggu þau á Boðahlein 12 í Garðabæ.
Málfríður Jóhanna lést 2003.
Sigurður bjó síðast á Hraunvangi 7 í Hafnarfirði.
Hann lést 2010.

I. Kona Sigurðar, (22. janúar 1944), var Málfríður Jóhanna Matthíasdóttir frá Patreksfirði, húsfreyja, f. 7. júní 1920, d. 11. apríl 2003.
Barn þeirra (kjörbarn):
1. Rut Sigurðardóttir húsfreyja, sjúkraliði í Garðabæ, f. 17. júlí 1954. Fyrrum maður hennar Ólafur Sigurjónsson. Maður hennar Bjarni Erlendur Sigurðsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.