Rut Sigurðardóttir (sjúkraliði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Rut Sigurðardóttir húsfreyja, sjúkraliði fæddist 17. júlí 1954 að Hraunkambi 9 í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Bjarni Sveinsson múrarameistari, f. 25. maí 1915, d. 22. mars 1991, og kona hans, (skildu), Þórdís Matthíasdóttir húsfreyja, f. 7. ágúst 1918, d. 11. janúar 2000.
Kjörforeldrar Rutar voru móðursystir hennar Málfríður Jóhanna Matthíasdóttir húsfreyja, verkakona, f. 7. júní 1920, d. 11. apríl 2003, og maður hennar Sigurður Ólafsson sjómaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 20. október 1920, d. 3. mars 2010.

Rut var með kjörforeldrum sínum frá nokkurra daga aldri sínum 1954, var með þeim á Hólagötu 17.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1970, lauk námi í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði 1972 og sjúkraliðanámi 2005.
Rut vann við fiskiðnað og í Magnúsarbakaríi í Eyjum, vinnur við heimahjúkrun í Reykjavík.
Hún flutti til Lands 1988.
Þau Ólafur giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Bjarni giftu sig, eignuðust ekki börn saman, en Bjarni á tvö börn frá fyrra sambandi. Þau búa við Túngötu 16 í Garðabæ.

I. Maður Rutar, (20. október 1973, skildu), er Ólafur Sigurjónsson umsjónarmaður Flugfraktar, f. 28. maí 1953. Foreldrar hans voru Sigurjón Magnús Guðmundsson vélstjóri, f. 20. mars 1919, d. 16. nóvember 1953, og kona hans Gróa Frímannsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 4. maí 1919, d. 11. mars 2015.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ólafsson sölumaður, f. 9. ágúst 1973. Kona hans Sonja Gränz.
2. Sigurjón Magnús Ólafsson sendibílstjóri, f. 25. júlí 1977. Kona hans Guðrún Sunna Egonsdóttir.
3. Frímann Dór Ólafsson vinnuvélastjóri hjá Eimskip, f. 25. janúar 1984. Sambúðarkona hans Áslaug Hrund Reimarsdóttir.

II. Maður Rutar, (15. nóvember 1997), er Bjarni Erlendur Sigurðsson vörubílstjóri, f. 23. mars 1955. Foreldrar hans Sigurður Guðjónsson húsgagnasmíðameistari, kaupmaður, f. 15. apríl 1929, d. 19. apríl 2015, og kona hans Gróa Bjarnadóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1930, d. 9. ágúst 2009.
Börn Bjarna og fyrri konu hans Fanneyjar Höllu Pálsdóttur.
4. Páll Viggó Bjarnason verkfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 28. mars 1982. Sambúðarkona hans Gréta Ýr Jóngeirsdóttir.
5. Sigurður Haukur Bjarnason rafmagnsiðnfræðingur, f. 1. nóvember 1984. Fyrrum kona hans Rut Jóhannsdóttir. Sambúðarkona hans Guðrún Ólöf Þórsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.