Sigríður Snæbjörnsdóttir (Ofanleiti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Snæbjörnsdóttir frá Ofanleiti, prestkona og húsfreyja fæddist 2. september 1823 í Reykjavíkursókn og lést 29. mars 1913.
Foreldrar hennar voru sr. Snæbjörn Björnsson, síðar prestur á Ofanleiti, f. 12. maí 1800 í Hítardal í Mýrasýslu, d. 17. janúar 1827 í Eyjum, og kona hans, (20. júlí 1823), Ingibjörg Jakobsdóttir húsfreyja, f. 3. febrúar 1795 á Svertingsstöðum í Kaupangssveit í Eyjafirði.

Sigríður fluttist til Eyja með foreldrum sínum 1825, er faðir hennar hóf prestsstörf að Ofanleiti.
Faðir hennar lést 1827, er hún var á 4. árinu. Móðir hennar giftist Jónasi Vestmann smið og formanni frá Miðhúsum, f. 1798, en hann lést 5. mars 1834 eftir Þurfalingsslysið við Nausthamar.
Sigríður var með móður sinni og stjúpföður á Vesturhúsum 1828 og með ekkjunni móður sinni þar 1835.
Ingibjörg móðir hennar fluttist með börnin til Reykjavíkur.
Sigríður giftist sr. Þorvaldi 1849. Hann var þá aðstoðarprestur á Barði í Fljótum, en var um skeið prestur í Hofssókn í Skagafirði og sat á Óslandi. Hann fékk Stað í Grindavík 1850, gegndi til 1866, fékk síðan Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og sat þar til 1886.
Þau hjón bjuggu á Akranesi frá 1886.
Þau eignuðust 11 börn.

Maður Sigríðar, (10. júlí 1849), var Þorvaldur Böðvarsson prestur, f. 9. júlí 1816, d. 26. september 1896.
Börn þeirra:
1. Snæbjörn kaupmaður og oddviti á Akranesi, f. 1. júní 1850, d. 2. apríl 1915. Kona hans var Guðrún Teitsdóttir frá Akranesi.
2. Björn, f. 1. júní 1850, d. 31. ágúst 1858.
3. Böðvar Jónas kaupmaður á Akranesi, f. 24. júní 1851, d. 24. desember 1933. Kona hans var Helga Guðbrandsdóttir frá Hvítadal.
4. Þorvaldur Stefán, f. 21. nóvember 1853, d. 29. nóvember 1853.
5. Lauritz Thorarensen (skírður svo), f. 27. september 1855, d. 9. september 1858.
6. Árni Þorvaldur, f. 30. desember 1856, d. 19. september 1858.
7. Láretta Sigríður húsfreyja, f. 2. júní 1859, d. 25. júlí 1925. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Kolbeinn Þórðarson bóndi á Neðraskarði í Leirársveit. Síðari maður hennar var Ólafur Þorsteinsson trésmiður á Akranesi.
8. Árni, f. 8. ágúst 1861, d. 7. apríl 1884.
9. Vilhjálmur Björn kaupmaður á Akranesi, síðar í Reykjavík, f. 29. september 1862, d. 3. nóvember 1926. Hann var ókvæntur.
10. Jón málfræðingur, f. 18. október 1864, d. 21. febrúar 1936. Hann var ókvæntur.
11. Hólmfríður Kristín húsfreyja í Vesturheimi, f. 4. október 1867. Hún giftist sænskum trésmið.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.