Sigríður Marín Sigvaldadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Marín Sigvaldadóttir húsfreyja í Litlabæ og Utah fæddist 14. ágúst 1851 á Stóra Búrfelli í Auðkúlusókn í A-Hún. og lést 16. janúar 1939 í Utah.
Foreldrar hennar voru Sigvaldi Ólafsson vinnumaður, húsmaður í Húnavatnssýslu, húsbóndi í Kúluseli í Auðkúlusókn 1880, f. 18. júní 1817, d. 19. ágúst 1888 og Sigurlaug Guðmundsdóttir vinnukona, f. 1820, d. 25. mars 1899.

Sigríður Marín var niðursetningur á Stóra-Búrfelli í Svínavatnssókn 1860, vinnukona á Geithömrum í Auðkúlusókn 1870.
Þau Björn giftust um 1878 og bjuggu í Selvogi 1878-1880. Þar voru þau 1880 með dætrunum Matthildi og Ingiríði, fluttust frá Leðri þar til Hafnarfjarðar 1991, voru í Reykjavík við fæðingu Þórarins Kristins, fluttust til Eyja með börnum sínum 1886 og bjuggu í Litlabæ.
Þau Björn sendu Ingiríði með Valgerði Jónsdóttur í Litlabæ til Utah 1886 og fluttust með 2 börn sín þangað 1887.
Sigríður Marín lést 1939 í Utah.

Maður hennar, (um 1878), var Björn Runólfsson trésmiður frá Stóra-Gerði, f. 7. febrúar 1849 í Gerði, d. 27. ágúst 1932 í Spanish Fork.
Börn þeirra hér:
1. Matthildur Björnsdóttir, f. 2. nóvember 1878 í Beggjakoti í Selvogi, d. 20. mars 1922 í Bliss, Owyhee í Idaho. Hún fór með foreldrum sínum frá Litlabæ til Vesturheims 1887.
2. Ingiríður Björnsdóttir (Ingrid Christine), f. 24. júlí 1880 í Beggjakoti, d. 2. ágúst 1904. Hún fór til Vesturheims 1886 frá Litlabæ.
3. Þórarinn Kristinn Björnsson, f. 26. apríl 1885 í Reykjavík, d. 23. október 1887. Hann fór með foreldrum sínum frá Litlabæ til Vesturheims 1887, en dó um haustið úr taugaveiki.
4. Eda Björnsdóttir, f. í júlí 1887, e.t.v. á leið til Vesturheims. Hún finnst ekki skírð í Eyjum, en þar sem foreldrar voru mormónar hefði hún ekki verið skírð inn í lúterska söfnuðinn og því líklega ekki skráð fædd. Hún var ekki skráð í ferð með þeim. Samkv. skráningu Vestra fæddist hún í Eyjum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • The Icelanders in Utah. La Nora Allsted.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.