Sigríður K. Bjarnadóttir (Hruna)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Kjartanía Bjarnadóttir húsfreyja í Hruna fæddist 6. maí 1905 að Ysta-Hóli í Sléttuhlíð í Skagafj.s. og lést 11. febrúar 1978.
Foreldrar hennar voru Bjarni Guðmundsson frá Miðmói í Fljótum, verkamaður á Siglufirði, f. 9. febrúar 1877, d. 23. júní 1931, og kona hans Sigurveig Margrét Gottskálksdóttir húsfreyja á Miðmói og Siglufirði, f. 31. ágúst 1881 í Holtsprestakalli í Skagaf., d. 8. mars 1938.

Sigríður var með foreldrum sínum á Miðmói 1910 og 1920, síðar á Siglufirði.
Þau Ragnar giftu sig, eignuðust eitt kjörbarn 1950. Ragnar lést 1951.
Þau Bjarni giftu sig 1952, bjuggu við Túngötu 28 á Siglufirði, síðar í Hruna í Eyjum.
Sigríður lést 1978 og Bjarni 2005.

I. Maður Sigríðar var Ragnar Hallgrímsson sjómaður á Húsavík, verkamaður á Siglufirði, f. 24. maí 1904, d. 1. desember 1951. Foreldrar hans voru Hallgrímur Ágúst Jóhannsson frá Ytritungu á Tjörnesi, sjómaður á Jörfa, f. 18. ágúst 1873, d. 6. maí 1930, og Þorgerður Pétursdóttir frá Auðnum, húsfreyja, f. 6. október 1873, d. 23. júní 1921.
Þau voru barnlaus, en ættleiddu Halldór Rögnvald 1950.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Halldór Rögnvaldur Ragnarsson sjómaður, f. 2. október 1938, d. 14. febrúar 2007. Blóðforeldrar hans voru Guðrún Ríkey Guðmundsdóttir, f. 6. maí 1916, d. 14. janúar 1979 og Reimar Kristjánsson. Ragnar lést 1951.

II. Maður Sigríðar, (15. nóvember 1952), var Bjarni Gíslason Bjarnason frá Siglufirði, síðar í Eyjum, sjómaður, f. 14. desember 1922, d. 30. nóvember 2005.
Þau ólu upp Halldór Rögnvald kjörson Sigríðar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.