Sif Edith Skorpel Jóhannesdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Sif Edith Skorpel Jóhannesdóttir.

Sif Edith Skorpel Jóhannesdóttir frá Garstedt í Pinneberg í Þýskalandi, húsfreyja fæddist 7. júlí 1934 og lést 3. apríl 2018 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hennar voru Johannes Skorpel bakari, f. 14. maí 1893, d. 24. febrúar 1973 og Alice Skorpel húsfreyja, f. 31. október 1903, d. 12. nóvember 1987.

Edith kom til Íslands 7. des. 1952 frá Hamborg með togaranum Neptúnusi, þá 18 ára.
Hún var ráðinn vinnukona hjá Hallbergi Halldórssyni og konu hans Irmu Pöhls.
Síðar vann Edith við fiskiðnað og í mjólkurbúð.
Þau Magnús giftu sig á jólum 1954, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Reykjum, en byggðu húsið við Illugagötu 5 og fluttu þangað 1959 og bjuggu þar síðan.
Sif Edith lést 2018 og Magnús 2023.

I. Maður Sifjar Edithar, (24. desember 1954), var Magnús Guðjónsson frá Reykjum, bifreiðastjóri, f. 24. janúar 1929, d. 23. janúar 2023.
Börn þeirra:
1. Jón Grétar Magnússon skrifstofumaður hjá Tryggingastofnun Ríkisins, f. 28. júní 1955. Kona hans Guðrún Ingibjörg Gylfadóttir.
2. Jóhanna Elísa Magnúsdóttir húsfreyja, leikskólakennari, f. 2. maí 1961. Maður hennar Karl Logason.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.