Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Jón dynkur II.

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit


JÓN DYNKUR


VESTMANNAEYINGAR eru hamrakettir miklir og láta sér ekki fyrir brjósti brenna, þótt þeim skriki fótur í fjallgöngum. Sem dæmi slíks er þessi saga:
Jón dynkur var hamramaður mikill og seig oft í björg. Einu sinni var hann að láta eggjaskrínu síga fram af bjargbrún í svonefndri Langvíurétt norðan í Bjarnarey. Menn voru á bát fyrir neðan og tóku á móti eggjunum.
Allt í einu kipptu þeir svo ógætilega í bandið, að karl hrökk fram af bjargbrúninni á að gizka fjórtán faðma. Hann hafði svima, þegar báturinn kom að honum, en meðan þeir voru að draga hann inn, raknaði hann við, sá baukinn sinn á floti skammt frá og mælti:
„Takið þið baukinn, piltar! Var ekki dynkur?“

(Vísir 3. 9. 1914).