Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Draumvitran

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search


DRAUMVITRAN


Í JÚNÍMÁNUÐI 1911 var Ágústa Eymundsdóttir, kona séra Jes A. Gíslasonar í Vestmannaeyjum, stödd í Reykjavík með dóttur sína, Solveigu að nafni, þá þrettán ára að aldri. Þær mæðgur voru kvöld eitt að tala saman lítilli stundu eftir lágnætti. Frú Ágústa var á fótum, en dóttir hennar var nýlega háttuð. Allt í einu byltir hún sér í rúminu, áður en móður hennar grunar að hún sé sofnuð, og andvarpar: „Mamma, nú líður svo voða illa heima.“
Móður hennar varð svo hverft við, því maður hennar var hættulega veikur, þegar hún fór að heiman, og bjóst við að hún mundi frétta lát hans. Svo var þó ekki.
En skömmu seinna fréttir hún, að vinnumaður þeirra hjóna hefði hrapað til bana þetta kvöld, á sama tíma, við eggjatöku í fuglabjörgum.
(Sigurbjartur Hróbjartsson, vinnumaður á Hóli, hrapaði úr Mikitakstó í Herjólfsdal 18. maí 1911, 23 ára. Samkvæmt þessu munu þær mæðgur hafa verið staddar í Reykjavík í maí 1911, en ekki í júní).

(Sögn frú Ágústu Eymundsdóttur. — Vísir 1. 9. 1914).