Símon Halldórsson (vélstjóri)
Símon Halldórsson, verkstjóri, sjómaður, vélstjóri fæddist 19. janúar 1980,
Foreldrar hans Halldór Guðbjörnsson, skipstjóri, f. 30. janúar 1961, d. 15. febrúar 2012, og kona hans Helga Ásta Símonardóttir, húsfreyja, f. 13. maí 1962.
Börn Helgu og Halldórs:
1. Símon Halldórsson, f. 19. janúar 1980. Kona hans Jóna Guðlaug Þorvaldsdóttir.
2. Jóhann Halldórsson, f. 19. janúar 1980. Kona hans Guðný Ólafsdóttir.
3. Anna Halldórsdóttir, f. 28. janúar 1983. Maður hennar Halldór Sölvi Haraldsson.
Símon var með foreldrum sínum í æsku, við Túngötu 23, við Ásaveg 12 og við Stóragerði 5.
Hann lærði vélstjórn í Eyjum og Rvk.
Hann var verkstjóri í Keflavík og Sandgerði, var síðan vélstjóri til sjós, en slasaðist og er öryrki í dag.
Þau Jóna giftu sig 2008, eignuðust þrjú börn.
I. Kona Símonar, (12. júní 2008), er Jóna Guðlaug Þorvaldsdóttir, húsfreyja, varðstjóri í öryggisvörslu á Keflavíkurflugvelli, f. 12. júní 1984 í Keflavík. Foreldrar hennar eru Þorvaldur Kristleifsson, sjómaður, öryggisvörður á Keflavíkurflugvelli, f. 18. febrúar 1951, og kona hans Rakel Kristín Svanholt Níelsdóttir, húsfreyja, f. 26. nóvember 1947 á Selfossi.
Börn þeirra:
1. Rakel Dögg Símonardóttir, f. 28. júlí 2015.
2. Þorvaldur Rúrik Símonarson, f. 16. mars 2017.
3. Eygló Mist Símonardóttir, f. 27. júní 2019.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Jóna og Símon.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.