Sæmundur Björnsson (Sólheimum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sæmundur Björnsson skósmiður á Sólheimum fæddist 24. nóvember 1879 á Grímsstöðum í Meðallandi, V-Skaft., fór til Ameríku 1910.
Foreldrar hans voru Björn Björnsson bóndi í Hryggjum í Mýrdal, f. 2. október 1844 í Efri-Vík, d. 22. október 1936 í Hryggjum, og fyrri kona hans Guðlaug Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1. ágúst 1844 í Hörgsdal á Síðu, d. 16. apríl 1888 í Hryggjum.

Sæmundur var með foreldrum sínum á Grímsstöðum til 1885, í Hryggjum 1885-1901.
Hann var vinnumaður á Útskálum 1901, fluttist til Seyðisfjarðar.
Þau Elísabet giftu sig 1906, eignuðust eitt barn þar.
Þau fluttust til Eyja 1907, bjuggu á Sólheimum við fæðingu Elínar Lilju 1909.
Sæmundur fluttist til Winnipeg 1909 og Elísabet fluttist Vestur með börnin 1911.

Kona Sæmundar, (30. október 1906), var Elísabet Benediktsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1874.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Ragnheiður Sæmundsdóttir, f. 20. júlí 1907 á Seyðisfirði.
2. Elín Lilja Sæmundsdóttir, f. 12. ágúst 1909 á Sólheimum.
Barn Elísabetar og fósturbarn Sæmundar:
3. Nikulás Benedikt Nikulásson, f. 3. september 1899 í Krýsuvíkursókn.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.