Sæbjörn Jónsson (sjómaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sæbjörn Jónsson, vélstjóri fæddist 4. mars 1943.
Foreldrar hans Jón Bjarnason, bóndi á Þæfusteini á Snæf., f. 29. september 1888, d. 9. september 1946, og kona hans Lilja Kristjana Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 25. janúar 1900, d. 11. maí 1968.

Sæbjörn er sjómaður, háseti, var með undanþágu II. vélstjóri á Björgu VE 5, háseti á henni um árabil, síðan háseti á Bergi Ve.
Þau Friðrikka Ingibjörg giftu sig 1968, eiguðust þrjú börn. Þau bjuggu við Miðstræti 19, Foldahraun 41, við Búhamar 35 og nú við Foldahraun.

I. Kona Sæbjörns er Friðrikka Ingibjörg Gústafsdóttir, húsfreyja, f. 24. ágúst 1946 í Steinholti.
Börn þeirra:
1. Friðrik Örn Sæbjörnsson, f. 5. apríl 1967.
2. Lilja Rut Sæbjörnsdóttir, f. 28. október 1968.
3. Óðinn Sæbjörnsson, f. 25. júní 1976.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.