Ritverk Árna Árnasonar/Slys í Smáeyjum
Fara í flakk
Fara í leit
Úr einni af smáeyjunum “Hana” hrapaði til dauðs í sjó niður drengur.
Voru þeir þar á skemmtiferð, ásamt mönnum af ms. Oddur Ve 343. Fór drengurinn, ásamt 2. vélstjóra upp í eyna með lundaháf. Skömmu síðar gekk hann eitthvað frá vélstjóranum og sást ekki eftir það. Drengur þessi var sonur Guðmundar R. Oddssonar skipstjóra á „Oddi“. Minnir mig drengurinn hafa verið um fermingu, og hafi hann heitið Oddur. Atburður þessi varð í júlí mánuði 1953.
[Drengurinn hét Oddur Kristján Guðmundsson, f. 20. maí 1940, d. 13. júlí 1953. Heimaslóð.]