Ritverk Árna Árnasonar/Sæmundur Ingimundarson (Draumbæ)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Sæmundur Ingimundarson og kona hans Sigríður Guðrún Eyjólfsdóttir.

Kynning.

Sæmundur Ingimundarson bóndi í Draumbæ fæddist 1. september 1870 og lést 22. október 1942.
Foreldrar hans voru Ingimundur Sigurðsson bóndi í Draumbæ, f. 12. september 1835 í Neðri-Dal í Mýrdal, og kona hans, Katrín Þorleifsdóttir, f. 1838 á Tjörnum í Stóradalssókn undir Eyjafjöllum.

Kona Sæmundar var Sigríður Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 8. nóvember 1879 í Brautarholtssókn í Kjósarsýslu, d. 28. apríl 1950.
Börn þeirra:
1. Sigrún Karólína Sæmundsdóttir, f. 18. apríl 1902, d. 10. apríl 1989.
2. Kristmundur Sæmundsson, f. 1. nóvember 1903, d. 21. ágúst 1981.
3. Rósa Sæmundsdóttir, f. 26. september 1907, d. 25. október 1984.
4. Katrín Sæmundsdóttir, f. 15. desember 1910, d. 30. september 1929.
5. Andvana drengur, f. 28. ágúst 1912.
6. Ásta Þórhildur Sæmundsdóttir, f. 27. janúar 1918, d. 4. janúar 1996.
7. Laufey Hulda Sæmundsdóttir, f. 29. október 1920, d. 15. september 2002.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.

Sæmundur var meðalhár vexti, dökkhærður og ekki þrekinn, en samsvaraði sér vel. Hann var fremur daufgerður í daglegri umgengni, en gat þó verið ræðinn og skemmtilegur í sínum hóp.
Hann var vart meðalgóður veiðimaður, en þrautseigur, iðinn og fylginn sér. Sæmundur var góður bóndi og áhugasamur, komst í allgóð efni, þrátt fyrir þungt heimili, og húsaði bæ sinn vel og myndarlega eftir þátíma kröfum. Sjó stundaði hann töluvert, lipur sjómaður og vel látinn af félögum sínum. Bjargferðir stundaði Sæmundur nokkuð mikið, til eggja og fuglaveiða, – fýl – , og reyndist duglegur og áhugasamur við þau störf og hinn liprasti.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Vestur-Skaftfellingar. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.