Ritverk Árna Árnasonar/Gísli Eyjólfsson (yngri)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kynning.

Gísli Eyjólfsson skipstjóri frá Bessastöðum fæddist 24. september 1929 að Bessastöðum, d. 7. nóvember 2013.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Gíslason skipstjóri, f. 22. maí 1897, d. 7. júní 1995, og síðari kona hans Guðrún Brandsdóttir húsfreyja á Bessastöðum, f. 17. apríl 1895, d. 16. desember 1981.

Gísli stundaði nám í Iðnskólanum í Eyjum og í Véstjóraskólanum þar 1946. Hann lauk Stýrmannaskólanum í Reykjavík 1952.
Gísli var háseti á Skaftfellingi 1946 og síðan á Eyjabátum, m.a. á fjórum Halkion-skipum, háseti, stýrimaður og skipstjóri til ársins 1970. Hann slasaðist þá á sjó og varð að hætta sjómennsku.
Síðan vann hann hjá Neti h.f. í Eyjum 1971-1974 og að lokum hjá Ísal við Faxaflóa.
Gísli var ritari Skipstjórafélagsins Verðandi 1955-1974.

Kona Gísla, (22. desember 1956), er Hildur Káradóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1933.
Þau eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra þriggja ára.
Þau Gísli reistu bú á Bessastöðum, en hófu byggingu við Suðurveg um 1959 og bjuggu þar til Goss. Þau búa nú í Kópavogi.

Börn Gísla og Hildar:
1. Eyjólfur Gíslason rafiðnfræðingur, f. 26. september 1956.
2. Margrét Gísladóttir læknaritari, f. 3. desember 1958.
3. Kári Gíslason, f. 12. ágúst 1960, d. 22. september 1963.
4. Gunnhildur Gísladóttir MSc. iðjuþjálfi og háskólakennari, f. 19. júlí 1967.

Gísla er getið í bjargveiðimannatali Árna Árnasonar, en án sérstakrar umsagnar.

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Gísli Eyjólfsson (yngri)


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.