Eyjólfur Gíslason (yngri) (Bessastöðum)
Eyjólfur Gíslason frá Bessastöðum, rafvélavirki, tæknifræðingur fæddist 26. september 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans Gísli Eyjólfsson skipstjóri, f. 24. september 1929, d. 7. nóvember 2013, og kona hans Hildur Káradóttir frá Víðikeri í Bárðardal, S-Þing., húsfreyja, f. 22. ágúst 1933.
Börn Hildar og Gísla:
1. Eyjólfur Gíslason rafiðnfræðingur, f. 26. september 1956.
2. Margrét Gísladóttir læknaritari, f. 3. desember 1958.
3. Kári Gíslason, f. 12. ágúst 1960, d. 22. september 1963.
4. Gunnhildur Gísladóttir MSc. iðjuþjálfi á Reykjalundi og háskólakennari á Akureyri, f. 19. júlí 1967.
Eyjólfur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði rafvélavirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1977. Meistari var Guðmundur Jensson. Hann varð rafmagnsiðnfræðingur í Tækniskóla Íslands 1979.
Eyjólfur starfaði hjá Jötni hf., Raforku hf., Rafís hf., rak síðan eigið fyrirtæki, Rafel ehf. til 2002. Þau Kristín Jóhanna eiga og reka heildverslunina Glit ehf.
Hann vann að stofnun Iðnfræðingafélags Íslands og var gjalkeri þess í fjögur og hálft ár.
Þau Lísa Kristín giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Kristín Jóhanna giftu sig 2014. Þau eiga ekki börn saman, en hún á þrjú börn frá fyrra hjónabandi.
I. Kona Eyjólfs, (skildu 1999), er Lísa Kristín Gunnarsdóttir bankafulltrúi, f. 27. mars 1958 í Keflavík. Foreldrar hennar Gunnar Albertsson iðnaðarmaður í Garðabæ, f. 28. nóvember 1933 á Ólafsfirði, og kona hans Stefanía Ragnarsdóttir deildarstjóri, f. 22. janúar 1936 í Sandgerði, d. 8. júní 2006.
Barn þeirra:
1. Kolbrún Eyjólfsdóttir starfsmaður á leikskóla, f. 18. mars 1992. Maður hennar Baldvin Helgi Gunnarsson.
2. Gísli Eyjólfsson þroskaþjálfi, atvinnuknattspyrnumaður, f. 31. maí 1994. Sambúðarkona hans Anna Guðrún Alexandersdóttir.
II. Kona Eyjólfs, (23. ágúst 2014), er Kristín Jóhanna Guðmundsdóttir húsfreyja, glerlistarkona, f. 10. júní 1957. Foreldrar hennar Guðmundur Erlendsson ljósmyndari, f. 11. maí 1921, d. 23. september 1995, og kona hans Auður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1930.
Börn Kristínar:
3. Helga Dögg Yngvadóttir, f. 6. október 1983.
4. Andri Yngvason, f. 11. nóvember 1984.
5. Smári Yngvason, f. 28. febrúar 1996.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjólfur.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.