Ritverk Árna Árnasonar/Formannavísur úr Vestmannaeyjum

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Úr fórum Árna Árnasonar
Formannavísur úr Vestmannaeyjum
Um Þorstein Jónsson alþingismann í Nýjabæ
Þorsteinn Jónsson þingmaður
þiljuljónið framsetur.
Hafs um frónið hugaður,
höppum þjónar alvanur.
Þó á bjáti báru-þing
brim úr máta um hafrenning.
Njóta kátir nils um bing,
nefna bátinn Mýrdæling.


Hannes Jónsson lóðs
Hannes gætinn Gideon
gana lætur sels um frón.
Heppnin mæta hans er þjón
höppin bæta, en forðast tjón.


Guðmundur í Sjólyst
Haffrú þá af hlunn setur
hug af þjáist fjörugur.
Sjóa stjái er sívanur
Sjólyst frá hann Guðmundur.
Dygð ei brestur hraustan hal,
hann þá sést á nausta val.
Heyri ég flestra fyrða tal
formann besta votta skal.


Gamalt:
Beitir korða Brynjólför,
býr í Norðurgarði.
Fákinn borða ferðaskör,
fiska morðinn harði.
Sæmilega sigla kann
,,Svan“ á tregann þanga
Aflann að sér dregur hann
einatt vegu langa.


Formannsvísa um Lárus Jónsson á Búastöðum
Listum búinn laufagrér,
listamaður í flestu.
Lárus hraður Enoks er
yfirmaður hvals um sker.