Rannveig Sigurðardóttir (Brimhólabraut)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Rannveig Sigurðardóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona í Eyjum fæddist 18. september 1950.
Foreldrar hennar voru Sigurður Friðhólm Sveinbjörnsson múrarameistari, f. 5. september 1923, d. 31. október 1990, og kona hans Rebekka Katrín Hagalínsdóttir húsfreyja, f. 15. september 1923, d. 25. mars 2017.

Börn Rebekku og Sigurðar:
1. Matthildur Sigurðardóttir húsfreyja á Háeyri, síðar á Hásteinsvegi 51 í Eyjum, f. 13. desember 1947. Fyrrum maður hennar Björgvin Sigurjónsson.
2. Herdís Sigurðardóttir húsfreyja í Danmörku, f. 20. apríl 1949. Maður hennar Valur Valsson.
3. Rannveig Sigurðardóttir húsfreyja í Eyjum, f. 18. september 1950. Fyrrum sambúðarmaður Gylfi Ægisson. Fyrrum sambúðarmaður Heiðar Páll Halldórsson.
4. Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson sjómaður í Eyjum, f. 6. september 1954.
5. Anna María Sigurðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 16. febrúar 1965. Sambúðarmaður Finnbogi Ragnar Ragnarsson.

Þau Gylfi hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Nýjahúsi við Heimgötu 3b. Þau skildu.
Þau Heiðar Páll hófu sambúð, eignuðust ekki börn saman.

I. Fyrrum sambúðarmaður Rannveigar er Gylfi Viðar Ægisson frá Siglufirði, tónlistarmaður, f. 10. nóvember 1946. Foreldrar hans Kristján Ægir Jónsson, f. 4. maí 1921, d. 15. desember 1993, og Þóra Frímannsdóttir, f. 19. desember 1921, d. 21. mars 2010.
Barn þeirra:
1. Sigurður Friðhólm Gylfason, f. 19. apríl 1973.

II. Fyrrum sambúðarmaður Rannveigar er Heiðar Páll Halldórsson frá Hfirði, sjómaður, stýrimaður, skipstjóri, f. 16. apríl 1953.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.