Rakel Jóhanna Sigurðardóttir
Rakel Jóhanna Sigurðardóttir húsfreyja, tannsmiður, leiðsögumaður fæddist 8. apríl 1921 á Laxamýri í S-Þing. og lést 4. apríl 1994.
Foreldrar hennar voru Sigurður Egilsson bóndi, smiður á Laxamýri, f. 11. ágúst 1892, d. 30. september 1969 og kona hans Rakel Júdith Pálsdóttir Kröyer frá Höfn í Siglufirði, húsfreyja, f. 6. júlí 1885, d. 27. júní 1931.
Rakel stundaði tveggja ára nám í tannsmíðum á stríðsárunum hjá Leifi Sigfússyni tannlækni og Ingrid Jensine (f. Steengaard) tannsmið, konu hans. Hún lærði gómagerð í Kaupmannahöfn um eins árs skeið að stríði loknu, lærði nokkrum árum síðar stálgómagerð, öðlaðist meistararéttindi 1. nóvember 1875.
Rakel vann í Eyjum að loknu námi, vann nokkur ár hjá Jóni Sigtryggssyni prófessor í Reykjavík. Hún fékk ekki að stofna sjálfstæða stofu eftir námið í Danmörku og tók það ráð að ferðast um landið með ýmsum tannlæknum um 20-30 ára skeið.
Þau Baldur giftu sig, eignuðust eitt barn, en skildu.
Hún giftist dr. juris Esbjörn Rosenblad 1979. Hann var þá sendiráðunautur við sænska sendiráðið, ritaði bókina ,,Island í saga och nutid‘‘ og Rakel aðstoðaði hann í þeim efnum.
Rakel lést 1994.
I. Maður Rakelar var Baldur Þorgilsson verslunarmaður, skrifstofumaður, f. 7. febrúar 1921 á Vesturhúsum, d. 1. júní 1985.
Barn þeirra:
1. Þorgils Þröstur Baldursson verkamaður, tónlistarmaður, f. 21. maí 1946 í Reykjavík, d. 25. nóvember 2018.
II. Maður Rakelar, (1979), var dr. juris Esbjörn Rosenblad. Þau eignuðust ekki barn saman.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið apríl 1994. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.