Ragnheiður Árnadóttir (hjúkrunarfræðingur)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ragnheiður Dóra Árnadóttir.

Ragnheiður Dóra Árnadóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 8. júlí 1933 á Borg við Heimagötu 3a og lést 13. desember 2020.
Foreldrar hennar voru Árni Jón Gíslason bifreiðastjóri, síðar á Sauðárkróki, f. 15. febrúar 1904, d. 13. ágúst 1963, og Ástrún Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 21. október 1897, d. 2. nóvember 1981.

Ragnheiður var með foreldrum sínum, fluttist ung með þeim til Sauðárkróks.
Hún varð gagnfræðingur á Sauðárkróki 1950, lauk námi í H.S.Í. í október 1955, síðan framhaldsnámi í skurðstofuhjúkrun á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hún lærði síðar sjúkranudd.
Hún var skurðstofuhjúkrunarkona á Sjúkrahúsinu á Akureyri til 1987. Hún vann lítilsháttar við sjúkranudd.
Þau Pétur giftu sig 1956, eignuðust ekki börn saman, en Pétur átti eitt barn áður.
Pétur lést 2019 og Ragnheiður 2020.

I. Maður Ragnheiðar Dóru, (4. febrúar 1956), var Pétur Breiðfjörð Freysteinsson frá Staðartungu í Hörgárdal, gullsmiður, f. 16. september 1930, d. 5. maí 2019. Foreldrar hans voru Freysteinn Sigtryggur Sigurðsson iðnverkamaður, f. 16. ágúst 1886, d. 14. febrúar 1967, og Guðlaug Dagbjört Pétursdóttir frá Selskerjum í Barð., húsfreyja, f. 5. maí 1893, d. 13. mars 1964.
Þau eignuðust ekki börn saman.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 18. desember 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.