Ástrún Sigfúsdóttir
Ástrún Sigfúsdóttir frá Mælifelli í Skagafirði, húsfreyja fæddist 21. október 1897 og lést 2. nóvember 1981.
Foreldrar hennar voru Sigfús Jónsson prestur, f. 24. ágúst 1866, d. 8. júní 1937 og kona hans Guðríður Petrea Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 12. september 1866, d. 16. apríl 1936.
Ástrún var með foreldrum sínum í æsku.
Hún var sjúklingur á Vífilsstöðum 1920.
Þau Árni Jón giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Borg við fæðingu Ragnheiðar Dóru 1933, fluttust á Sauðárkrók.
Árni lést 1963 og Ástrún 1981.
I. Maður Ástrúnar var Árni Jón Gíslason frá Miðhúsum í Blönduhlíð, Skagaf., bifreiðastjóri, verslunarmaður, f. 15. febrúar 1904, d. 13. ágúst 1963.
Börn þeirra:
1. Ragnheiður Dóra Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 8. júlí 1933 á Borg, d. 13. desember 2020.
2. Sigfús Jón Árnason prestur, f. 20. apríl 1938. Fyrri kona hans Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir. Kona hans Anna María Pétursdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 18. desember 2020. Minning Ragnheiðar Dóru.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.