Ragnheiður Árnadóttir (Ásum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragnheiður Árnadóttir.

Ragnheiður Árnadóttir húsfreyja fæddist 23. nóvember 1892 á Hvítanesi í Garðasókn, Borg. og lést 1. júlí 1980.
Foreldrar hennar voru Árni Magnússon bóndi, síðast í Litlu-Fellsöxl í Borg., f. 27. júlí 1852 í Efraskarði í Leirársveit, Borg., d. 10. janúar 1899, og kona hans Vilborg Pálsdóttir frá Háuhjáleigu í Garðasókn, Borg., húsfreyja, f. 26. mars 1865, d. 19. mars 1954.

Ragnheiður var með foreldrum sínum, en þau skildu. Hún var fósturbarn á Laugavegi 21 í Reykjavík 1901, var vinnuhjú á Löndum í Eyjum 1910.
Hún eignaðist barn með Steinþóri í Eyjum 1913.
Ragnheiður flutti til Bakkafjarðar 1913, giftist Steinþóri, eignaðist með honum sex börn.
Þau Steinþór voru húsfólk í Viðvík á Digranesi 1917, bændur á Auðunarstöðum á Digranesi 1918, komu til Eyja frá Bakkafirði 1919, bjuggu að Ofanleiti 1920, á Gjábakka 1923, á Ásum 1929.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1930, bjuggu á Laugavegi 157 á því ári, bjuggu síðast í Sörlaskjóli 48.
Steinþór lést 1955 og Ragnheiður 1980.

I. Maður Ragnheiðar var Steinþór Albertsson frá Kumlavík á Langanesi, bóndi, verkamaður, f. 18. janúar 1885, d. 13. apríl 1955.
Börn þeirra:
1. Berta Soffía Steinþórsdóttir, f. 7. mars 1913 í Eyjum, d. 14. júní 2002. Maður hennar Sigurður Magnússon.
2. Jóhann Ólafur Júlíus Steinþórsson húsgagnasmíðameistari í Kópavogi, f. 24. júlí 1916 í Viðvík, N.-Múl., d. 14. september 1957. Kona hans Jórunn Helga Ámundadóttir.
3. Ragnar Vilberg Steinþórsson, f. 3. nóvember 1918 í Viðvík í N.-Múl., d. 22. október 1940.
4. Árný Hulda Steinþórsdóttir, f. 11. júní 1923 á Gjábakka, d. 18. mars 2005. Maður hennar Brynjólfur Önfjörð Steinsson.
5. Gréta Þorbjörg Steinþórsdóttir, f. 24. september 1924 á Syðri-Gjábakka, d. 21. desember 2011. Maður hennar Bragi Þorsteinsson.
6. Hilmar Steinþórsson, f. 27. febrúar 1929 á Ásum, d. 8. desember 2014.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.