Berta Soffía Steinþórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Berta Soffía Steinþórsdóttir.

Berta Soffía Steinþórsdóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona fæddist 7. maí 1913 í Eyjum og lést 14. júní 2002 á Garðvangi í Garði, Gull.
Foreldrar hennar voru Steinþór Albertsson frá Kumlavík á Langanesi, bóndi, verkamaður, f. 8. janúar 1885, d. 13. apríl 1955, og kona hans Ragnheiður Árnadóttir frá Hvítanesi í Garðasókn, Borg., húsfreyja, f. þar 23. nóvember 1892, d. 1. júlí 1980.

Börn Ragnheiðar og Steinþórs:
1. Berta Soffía Steinþórsdóttir, f. 7. mars 1913 í Eyjum, d. 14. júní 2002. Maður hennar Sigurður Magnússon.
2. Jóhann Ólafur Júlíus Steinþórsson húsgagnasmíðameistari í Kópavogi, f. 24. júlí 1916 í Viðvík, N.-Múl., d. 14. september 1957. Kona hans Jórunn Helga Ámundadóttir.
3. Ragnar Vilberg Steinþórsson, f. 3. nóvember 1918 í Viðvík í N.-Múl., d. 22. október 1940.
4. Árný Hulda Steinþórsdóttir, f. 11. júní 1923 á Gjábakka, d. 18. mars 2005. Maður hennar Brynjólfur Önfjörð Steinsson.
5. Gréta Þorbjörg Steinþórsdóttir, f. 24. september 1924 á Syðri-Gjábakka, d. 21. desember 2011. Maður hennar Bragi Þorsteinsson.
6. Hilmar Steinþórsson, f. 27. febrúar 1929 á Ásum, d. 8. desember 2014.

Berta Soffía var með foreldrum sínum í æsku, með móður sinni í Eyjum, foreldrum sínum í Viðvík og á Auðunarstöðum á Digranesi 1918, flutti með þeim til Eyja 1919, bjó hjá þeim að Ofanleiti 1920, á Gjábakka 1923, á Ásum 1927, flutti með þeim til Reykjavíkur 1930.
Berta vann við fiskiðnað hjá Miðnesi í Sandgerði, auk húsfreyjustarfa sinna.
Þau Sigurður giftu sig 1940, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Höfnum á Reykjanesi frá 1933-1942, fluttu þá til Sandgerðis og bjuggu þar síðan.
Sigurður lést 1994 og Berta Soffía 2002.

I. Maður Bertu Soffíu, (12. september 1940), var Sigurður Magnússon frá Kalmanstjörn í Höfnum, útgerðarmaður, sjómaður, netagerðarmaður, f. 3. desember 1906, d. 7. júlí 1994. Foreldrar hans voru Magnús Magnússon frá Traðarhúsum í Höfnum, f. 9. febrúar 1881, d. 15. júní 1949, og kona hans Margrét Erlendsdóttir frá Leirvogstungu í Kjós, húsfreyja, f. 19. júní 1880, d. 13. nóvember 1932.
Börn þeirra:
1. Grétar Ólafur Sigurðsson sjómaður, beitningamaður, f. 28. desember 1932, d. 15. febrúar 1999. Kona hans Sigurveig Sigurjónsdóttir.
2. Ragnheiður Steina Sigurðardóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1948. Maður hennar Sævar Pétursson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.