Ragnar Jóhannsson (Áshól)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ragnar Jóhannsson.

Ragnar Jóhannsson frá Skálum á Langanesi, sjómaður fæddist þar 5. febrúar 1919 og lést 1. febrúar 1999.
Foreldrar hans voru Jóhann Stefánsson útgerðarmaður, f. 27. september 1876, d. 5. september 1976, og kona hans María Friðriksdóttir húsfreyja, f. 26. mars 1882, d. 9. september 1952.

Ragnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann kom fyrst á vertíð í Eyjum 1936, flutti til Eyja 1955, reri þar 36 vertíðir. Síðan vann hann hjá Bænum við sorphreinsun.
Þau Rósa hófu búskap 1948, eignuðust eitt barn, sem þau misstu tveggja ára. Þau bjuggu í Áshól við Faxastíg 17.
Rósa lést 1984 og Ragnar 1999.

I. Kona Ragnars var Rósa Sæmundsdóttir frá Draumbæ, húsfreyja, f. 26. september 1907, d. 25. október 1984.
Barn þeirra:
1. Sæmundur Rósveld Ragnarsson, f. 7. mars 1949, d. 16. mars 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.