Ragna Berg Gunnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ragna Berg Gunnarsdóttir húsfreyja, aðstoðarskólastjóri á Selfossi fæddist 8. júní 1971.
Foreldrar hennar Elín Hafdís Egilsdóttir húsfreyja, starfsmaður Sparisjóðsins, og við umönnun fatlaðra á Búhamri, f. 16. janúar 1951, og fyrrum maður hennar Gunnar Berg Sigurjónsson úr Hfirði, dúklagningamaður, f. 21. október 1948. Fósturfaðir hennar Sigurður Þórir Jónsson hafnarvörður, 8. nóvember 1949.

Þau Gunnlaugur hófu sambúð, eignuðust eitt barn. Þau skildu.
Þau Knútur hófu sambúð, eignuðust tvö börn. Þau skildu.

I. Fyrrum sambúðarmaður Rögnu Berg er Gunnlaugur Ásgeirsson frá Stokkseyri, sjómaður, f. 1. nóvember 1965. Foreldrar hans Ásgeir Halldórsson, f. 30. júlí 1946, d. 12. október 2022, og Júía Leví Gunnlaugsdóttir Björnsson, f. 26. febrúar 1947.
Barn þeirra:
1. Gunnar Geir Gunnlaugsson, f. 12. júní 1991.

II. Fyrrum sambúðarmaður Rögnu Berg er Knútur Kjartansson bílstjóri, verktaki, f. 2. október 1961.
Börn þeirra:
2. Sveinbjörn Berg Knútsson, f. 9. febrúar 2000.
3. Kristján Björn Knútsson, f. 11. janúar 2005.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.