Rýnisklettar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Rýniklettar)
Fara í flakk Fara í leit

Rýnisklettar eru klettar sem standa við Höfðaveg, á einbýlishúsalóð númer 27. Venja manna var að fara þangað og líta á sjólagið við Nafarinn en það er strýtumyndað sker sem sést á milli Hana og Hrauneyjar. Sagt var að fært væri í Sandinn, þ.e. Landeyjasand, ef alda braut ekki á skerinu — ef braut á skerinu, þá braut líka við Sandinn, og var þá ófært að lenda bát þar. Nafn klettanna er komið af því að „rýna“ eftir sjólagi við Nafarinn.