Rúnar Ármann Arthúrsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Rúnar Ármann Arthúrsson.

Rúnar Ármann Arthúrsson blaðamaður, kennari, rithöfundur fæddist 19. nóvember 1947.
Foreldrar hans voru Arthúr Sveinsson frá Norðfirði, fyrrum deildarstjóri, f. 19. ágúst 1926, d. 2. mars 2022, og kona hans Sigurbjörg Þóranna Stefánsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 1. febrúar 1929, d. 15. júlí 1999.

Rúnar Ármann varð stúdent í M.L. 1970.
Hann var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1971-1972, í Grunnskólanum í Villingaholtshreppi, Árn. 1977-1984. Hann var blaðamaður við Þjóðviljann 1973-1977, sjálfstætt starfandi blaðamaður frá 1984.
Rúnar Ármann hefur ritað 7 bækur.
Þau Rannveig giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Kona Rúnars Ármanns, (31. desember 1976), er Rannveig Óladóttir kennari, skólastjóri, f. 26. janúar 1951. Foreldrar hennar Óli Kristján Guðbrandsson kennari, f. 5. apríl 1899, d. 27. júlí 1970, og kona hans Aðalbjörg Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 25. nóvember 1908, d. 1. mars 1999.
Börn þeirra:
1. Óli Kristján Ármannsson blaðamaður, almannatengill, f. 27. maí 1971. Fyrrum kona hans Ester Þorsteinsdóttir. Kona hans Guðfinna Gunnarsdóttir.
2. Brynja Ármannsdóttir læknir, f. 1. apríl 1978. Maður hennar Agnar Bjarnason.
3. Sveinn Eiríkur Ármannsson rafmagnsverkfræðingur, f. 22. desember 1983. Kona hans Björk Ellertsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Rúnar Ármann.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.