Rósa Dagný Grétarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Rósa Dagný Grétarsdóttir frá Rvk, húsfreyja fæddist 3. október 1959.
Foreldrar hennar voru Grétar Sigurðsson starfsmaður Flugfélags Íslands og hjá félögum tengdum því, f. 2. febrúar 1938, d. 5. ágúst 2010, og kona hans Sigríður Þóra Ingadóttir, húsfreyja, verslunarmaður, f. 23. október 1942, d. 14. september 2021.
Amma Rósu var Rósa Karítas Eyjólfsdóttir Eyjólfssonar.

Börn Sigríðar Þóru og Grétars - í Eyjum:
1. [Laufey Grétarsdóttir]] húsfreyja, f. 2. nóvember 1962.
2. Rósa Dagný Grétarsdóttir, húsfreyja, f. 3. október 1959.
3. Ingi Grétarsson, stýrimaður, f. 8. október 1967.

Rósa varð gagnfræðingur í Hólabrekkuskóla 1977.
Hún flutti til Eyja 1977.
Þau Sigurgeir voru í sambúð, eignuðust tvö börn, bjuggu við Áshamar 51. Þau skildu.
Rósa flutti til Hafnarfjarðar. Þau Guðni Þór giftu sig 1994, eignuðust eitt barn. Þau búa við Skipalón.

I. Sambúðarmaður Rósu, skildu, er Sigurgeir Sævaldsson sjómaður, f. 30. júlí 1959.
Börn þeirra:
1. Íris Eva Sigurgeirsdóttir, ferðamálafræðingur, skrifstofumaður hjá Kennarasambandi Íslands, f. 5. júlí 1978. Sambúðarmaður Jose Antonio Navas.
2. Sigríður Svava Sigurgeirsdóttir, lögfræðingur hjá Seðlabanka Íslands, f. 22. janúar 1984. Maður hennar Trausti Jónsson.

II. Maður Rósu, (30. apríl 1994), er Guðni Þór Arnórsson, húsvörður, f. 11. apríl 1956.
Barn þeirra:
4. Arnar Ingi Guðnason, bakari, f. 8. ágúst 1995. Sambúðarkona hans Maríanna Svansdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.