Ingi Grétarsson
Ingi Grétarsson frá Reykjavík, sjómaður, stýrimaður fæddist 8. október 1967.
Foreldrar hans voru Grétar Sigurðsson starfsmaður Flugfélags Íslands og hjá félögum tengdum því, f. 2. febrúar 1938, d. 5. ágúst 2010, og kona hans Sigríður Þóra Ingadóttir, húsfreyja, verslunarmaður, f. 23. október 1942, d. 14. september 2021. Amma hans var Rósa Karítas Eyjólfsdóttir Eyjólfssonar.
Börn Sigríðar Þóru og Grétars - í Eyjum:
1. Laufey Grétarsdóttir húsfreyja, f. 2. nóvember 1962.
2. Rósa Dagný Grétarsdóttir, húsfreyja, f. 3. október 1959.
3. Ingi Grétarsson, stýrimaður, f. 8. október 1967.
Ingi flutti til Eyja 1985, lauk Stýrimannaskólanum í Eyjum 1991.
Hann er sjómaður, stýrimaður á Dala-Rafni VE.
Þau Svandís giftu sig 1994, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Sólbakka við Hásteinsveg 3, síðan við Áshamar 59, búa nú við Boðaslóð 14.
I. Kona Inga, (9. apríl 1994), er Svandís Geirsdóttir, húsfreyja, fiskverkakona, fellir net, f. 2. desember 1965.
Börn þeirra:
1. Birkir Ingason, stýrimaður, f. 8. júní 1988. Sambúðarkona hans Lísa Margrét Þorvaldsdóttir.
2. Bjarki Ingason, rafvirki, f. 21. febrúar 1995. Sambúðarkona hans Emilía Eir Karlsdóttir.
3. Sigríður Þóra Ingadóttir, með B.A.-próf í sálfræði, M.A. próf í sálfræði og mannauðsstjórnun, er starfsmaður leikskóla, f. 5. maí 1996.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ingi.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Grétar Sigurðssonar og Sigríðar Þóru.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.