Pálmi Pétursson (verkstjóri)
Pálmi Pétursson frá Akureyri, verkamaður, verkstjóri fæddist 5. mars 1940 og lést 3. júlí 1988.
Foreldrar hans voru Pétur Pétursson bóndi á Bollastöðum í Blöndudal, A.-Hún., f. 23. mars 1920, d. 13. janúar 1979, og unnusta hans Guðrún Jónsdóttir talsímakona, f. 1. september 1921, d. 3. júlí 1988.
Kjörmóðir Pálma var Sigurjóna Karlotta Jóhannsdóttir kennari við Kvennaskólann á Blönduósi, f. 24. desember 1909, d. 7. mars 2004.
Pálmi flutti til Eyja, vann verkamannastörf, varð verkstjóri.
Þau Birna giftu sig, eignuðust fjögur börn, en fyrsta barn þeirra lést á fyrsta ári sínu. Þau bjuggu í Eyvindarholti við Brekastíg 7b 1959, við Brekastíg 23 1960, í Hvíld við Faxastíg 14 1964, á Stað við Helgafellsbraut 10 við Gosið 1973.
Þau fluttu til lands, bjuggu í Keilufelli 30 í Reykjavík 1986.
Pálmi lést 1988 og Birna 1995.
I. Kona Pálma var Birna Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 7. júní 1940, d. 8. febrúar 1995.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 11. júlí 1959, d. 8. september 1959.
2. Björgvin Pálmason, f. 16. október 1960.
3. Karlotta Pálmadóttir, f. 18. september 1961.
4. Guðrún Solveig Pálmadóttir sölumaður, f. 5. mars 1964.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.