Páll Thorarensen (prestur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Páll Thorarensen skrifari, prestur fæddist 26. nóvember 1801 og lést 19. maí 1860.
Foreldrar hans voru Magnús klausturhaldari Þórarinsson að Munkaþverá, f. 1767, d. í ágúst 1803, og kona hans Ingibjörg Hálfdanardóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1767, d. 5. september 1820.

Páll varð stúdent í Bessastaðaskóla 1823, var síðan eitt ár hjá Þórarni Öfjord sýslumanni, bróður sínum.
Hann var skrifari hjá Abel sýslumanni í Eyjum.
Páll var vígður prestur að Sandfelli í Öræfum 1828, fékk Bjarnanes 1844, Stöð 1852, en fór þangað ekki, fékk Sandfell aftur 1852 og hélt til æviloka. Hann var prófastur í A.-Skaft. frá 1845.
Þau Anna giftu sig, eignuðust eitt barn, sem getið er um.

I. Kona Páls var Anna Benediktsdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1791, d. 2. maí 1865. Foreldrar hennar voru Benedikt Sveinsson prestur í Hraungerði, f. 28. október 1764, d. 13. júlí 1839, og kona hans Oddný Helgadóttir húsfreyja, f. 1. apríl 1768, d. 29. júní 1834.
Barn þeirra:
1. Oddný Friðrikka Pálsdóttir,, f. 8. júní 1820, d. 17. október 1888. Maður hennar var Sigbjörn Sigfússon prestur. Þau voru tengdaforeldrar Páls Pálssonar jökuls.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.