Páll Einarsson (sjómaður)
Páll Einarsson frá Nýjabæ u. Eyjafjöllum, sjómaður, útgerðarmaður fæddist 22. júlí 1888 og drukknaði 3. mars 1918.
Foreldrar hans voru Einar Sveinsson bóndi, f. 31. janúar 1857, d. 2. október 1928, og kona hans Kristín Pálsdóttir húsfreyja, f. 4. október 1861, d. 14. júní 1919.
Páll var með foreldrum sínum í æsku og enn 1910, skráður sláttumaður og sjómaður.
Hann mun hafa stundað sjóróðra frá Eyjum þegar 1907, en fluttist til Eyja 1916.
Hann var einn eigenda Happasæls VE 162 um skeið, var eigandi Ránar VE 190 að þriðja hluta 1917.
Páll var skipverji á vb. Adólf VE 191 1918, en hann fórst 3. mars á því ári með allri áhöfn.
Þau Katrín bjuggu á Hrafnagili 1916, á Löndum 1917 og 1918. Páll drukknaði áður en dóttir þeirra fæddist 1918.
I. Sambýliskona Páls var Katrín Unadóttir húsfreyja, verkakona, sjókona, f. 13. september 1878, d. 8. ágúst 1950.
Barn þeirra:
1. Pálína Kristjana Guðleif Pálsdóttir húsfreyja, síðast í Keflavík, f. 4. september 1918, d. 7. janúar 1972. Maður hennar var Haraldur Guðjónsson frá Skaftafelli.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslensk skip. Jón Björnsson. Iðunn 1990.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1976.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.