Oddsstaðir eystri
Fara í flakk
Fara í leit
Húsið Oddsstaðir eystri stóð á austanveðri Heimaey, vestur af Kirkjubæjum. Einar Vilhjálmsson trésmiður ættaður frá Þuríðarstöðum í Fljótsdal byggði húsið árið 1927 og bjó þar ásamt konu sinni Halldóru S. Sigurðardóttur frá Klömbru Austur-Eyjafjöllum, börn þeirra; Ingibjörg Þórstína, Sigurjón og Guðbjörg.
Árið 1962, eignuðust húsið Jóel Guðmundsson frá Háagarði og Guðrún R. Pétursdóttir frá Kirkjubæ.
Húsið varð eldi að bráð, þegar hraunbomba lenti á því á fjórða degi eldgossins 1973.
Myndasafn