Böðvar Jónsson (sýslumaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Böðvar Jónsson var sýslumaður Vestmannaeyja frá 1740 til 1754. Foreldrar hans voru Jón Ólafsson lögréttumaður að Öxnakeldu og fyrri kona hans Elín Þórðardóttir. Böðvar komst í Skálholtsskóla árið 1734 og varð stúdent þaðan 1739 og var síðan skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kaupmannahöfn 1739.

Böðvar fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu árið 1740 og hélt henni til dauðadags 1754. Kona hans var Oddrún Pálsdóttir á Steinsmýri og áttu þau sex börn. Ekki er greint frá hvar þau hafa búið, en eftir lát manns síns bjó Oddrún með elsta syni sínum, Jósep, í Norðurgarði.


Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.