Loftur Guðmundsson fæddist 6. júní 1906 að Þúfukoti í Kjós og lést 29. ágúst 1978. Kona Lofts var Tala Klemenzdóttir úr Mýrdal og áttu þau synina Guðmund Marino, Indriða og Gunnar Heiðar. Loftur dvaldist um 12 ára skeið við kennslustörf í Eyjum, kenndi við Barnaskólann frá 1933 til 1945.