Nikolína Rósa Magnúsdóttir
Nikolína Rósa Magnúsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 7. apríl 1932 á Tangagötu 31 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Magnús Eiríksson frá Háfshóli í Djúpárhreppi, Rang., vélstjóri, síðast í Hraunbúðum, f. 24. júní 1899, d. 3. febrúar 1985, og kona hans Jóna Kristín Guðjónsdóttir frá Ármúla í Nauteyrarhreppi, húsfreyja, síðast á Hlíðarvegi 16 á Ísafirði, f. 6. mars 1907 á Ísafirði, d. 9. júní 1980.
Rósa lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1949, lauk námi í H.S.Í. í október 1955.
Hún var hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Ísafirði 1. nóvember 1955 til 1. apríl 1958, á Balwin Community Hospital í Baldwin, í Wisconsin í Bandaríkjunum 1. maí 1958 til 1. september 1959, á Kleppsspítala 1. október 1959 til 1. janúar 1960, Sjúkrahúsinu á Keflavíkurvelli 1. janúar 1960 til 14. nóvember s. ár, á barnadeild Lsp 16. nóvember 1960 til 1. maí 1963, á Sjúkrahúsinu í Eyjum 10. nóvember 1974 til 15. júlí 1980, í Hraunbúðum frá 14. september 1980 í 30 ár.
Hún var formaður slysavarnadeildarinnar Eykyndils um skeið.
Þau Tryggvi giftu sig 1963, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Brekkugötu 9.
Tryggvi lést 2014.
Nikolína Rósa dvelur í Hraunbúðum.
I. Maður Nikolínu Rósu, (13. apríl 1963), var Tryggvi Jónsson frá Mörk, vélsmíðameistari, yfirverkstjóri, f. 11. mars 1925 á Ekru, d. 28. júlí 2014.
Börn þeirra:
1. Magnús Tryggvason íþróttafræðingur, stálsmiður. Hann er kennari í íþróttum og málmsmíðum við Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi, f. 18. desember 1964. Kona hans Ragnhildur Eiríksdóttir.
2. Helga Tryggvadóttir náms- og starfsráðgjafi í Reykjavík, f. 22. febrúar 1966. Barnsfaðir hennar Sigurður Friðhólm Gylfason. Barnsfaðir hennar Gísli Matthías Gíslason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Nikolína Rósa og afkomendur.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.