Magnús Eiríksson (vélstjóri)
Magnús Eiríksson frá Eiríksbakka á Stokkseyri, sjómaður, vélstjóri fæddist 24. júní 1899 og lést 3. febrúar 1985 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Eiríkur Magnússon bóndi á Háfshóli í Djúpárhreppi, byggði síðar Eiríksbakka á Stokkseyri, f. 31. desember 1866 á Háfshóli og lést 12. nóvember 1928, og kona hans Helga Jósefsdóttir frá Stekkjarkoti í Djúpárhreppi, húsfreyja, f. 2. febrúar 1868, d. 28. desember 1936.
Magnús var með foreldrum sínum í æsku, á Eiríksbakka á Stokkseyri, var með þeim þar 1920.
Magnús lærði vélstjórn, var sjómaður á Ísafirði.
Þau Jóna Kristín giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Tangagötu 31 á Ísafirði 1928.
Jóna lést 1980.
Magnús flutti til Eyja, bjó síðast í Hraunbúðum.
Hann lést 1985.
I. Kona Magnúsar var Jóna Kristín Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 6. mars 1907, d. 9. júní 1980. Foreldrar hennar voru Guðjón Valdimar Kristjánsson, f. 28. júní 1867, d. 1. ágúst 1935, og kona hans Guðrún Sveinsína Benjamínsdóttir, f. 30. janúar 1878, d. 6. maí 1954.
Börn þeirra:
1. Ásdís Sólveig Magnúsdóttir yfirhjúkrunarkona á Patreksfirði, Ísafirði og Selfossi, forstöðukona við Elliheimilið á Ísafirðir, f. 3. apríl 1928, d. 12. febrúar 1997. Sambúðarmaður hennar frá 1975 Halldór Sveinbjarnarson.
2. Helga Rut Magnúsdóttir húsfreyja, bóndi, listmálari í Wisconsin í Bandaríkjunum, f. 3. apríl 1928, d. 8. febrúar 2005. Maður hennar Richard Wynveen.
3. Nikolína Rósa Magnúsdóttir, (Nanna Rósa) húsfreyja, hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu og í Hraunbúðum, f. 7. apríl 1932, d. 22. júní 2021. Maður hennar Tryggvi Jónsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.