Marta Ágústsdóttir (Varmahlíð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Marta Ágústsdóttir frá Varmahlíð, húsfreyja í Reykjavík fæddist 29. júní 1928.
Foreldrar hennar voru Ágúst Jónsson formaður, vélstjóri, trésmiður, f. 5. ágúst 1891, d. 1. desember 1969, og k.h. Pálína Eiríksdóttir húsfreyja, f. 10. apríl 1895, d. 13. janúar 1983.

Börn Pálínu og Ágústs:
1. Rut Ágústsdóttir, f. 13. september 1920, d. 13. september 1989.
2. Auður Ágústsdóttir, f. 24. júní 1922, d. 6. júlí 1963.
3. Sara Ágústsdóttir, f. 25. mars 1925, d. 16. janúar 1948.
4. Marta Ágústsdóttir, f. 29. júní 1928.
5. Hafsteinn Ágústsson, f. 1. nóvember 1929, d. 21.apríl 2016.
6. Lárus Ágústsson, f. 25. júlí 1933, d. 29. apríl 2014.
7. Þyrí Ágústsdóttir, f. 7. desember 1934, d. 10. desember 1971.
8. Arnar Ágústsson, f. 13. september 1936, d. 12. janúar 1997.
9. Eiríka Ágústsdóttir, f. 3. júní 1938, d. 29. nóvember 1943.

Marta var með foreldrum sínum í æsku. Hún fluttist til Reykjavíkur 1949.
Hún stundaði kaupavinnu í sveit á yngri árum, á Hurðarbaki í Reykholtsdal, á Skriðuklaustri á Héraði og á Grímsstöðum í Reykholtsdal.
Marta vann við kjólasaum í Reykjavík, síðar vann hún hjá Heimilisþjónustu Reykjavíkurborgar í 15 ár.

I. Maður Mörtu, (1. nóvember 1953), er Erlendur Jónsson, BA í íslensku og sögu, kennari, rithöfundur, f. 8. apríl 1929 á Geithóli í Staðarhreppi í V-Hún. Foreldrar hans voru Jón Ásmundsson bóndi, f. 21. júlí 1887, d. 22. júní 1938, og kona hans Stefanía Guðmundína Guðmundsdóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 20. apríl 1895, d. 3. febrúar 1973.
Þau Erlendur eru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Manntöl.
  • Marta Ágústsdóttir.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.