Margrét Bragadóttir (Þórshöfn)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Margrét Bragadóttir.

Margrét Bragadóttir húsfreyja fæddist 22. maí 1942 á Þórshöfn á Langanesi og lést 13. nóvember 2018 á Dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarbyggð.
Foreldrar hennar voru Bragi Jónsson verkamaður, f. 26. janúar 1914, d. 26. nóvember 1994, og kona hans Signý Sigurlaug Margrét Þorvaldsdóttir húsfreyja, verkakona, matráðskona, f. 27. desember 1916, d. 7. september 2009.

Margrét ólst upp á Norðfirði. Eftir skilnað þeirra Einars 1961 flutti hún í Garð á Suðurnesjum.
Þau Einar giftu sig 1960, eignuðust tvö börn, en skildu. Þau bjuggu við Hásteinsveg 55.
Þau Doil Miller eignuðust barn 1963.
Þau Kristján Jón giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Stóra- Hrauni í Kolbeinsstaðahreppi.
Margrét lést 2018.

I. Maður Margrétar, (29. október 1960, skildu), var Einar Sigurður Sigurfinnsson verkamaður, afgreiðslumaður, f. 14. febrúar 1940, d. 19. maí 2004.
Börn þeirra:
1. Bragi Einarsson framhaldsskólakennari, f. 7. júní 1960. Kona hans Guðrún F. Stefánsdóttir.
2. Jóhannes Ágúst Stefánsson verkamaður, tónlistarmaður, f. 22. júní 1961, d. 23. júní 2011. Kjörforeldrar hans Stefán Ágústsson og Friðvör Helfrið Ágústsson.

II. Barnsfaðir Margrétar, Doil Miller.
Barn þeirra:
3. Grétar Sigurður Miller, f. 4. október 1963. Kona hans Gunnlaug María Björnsdóttir.

III. Maður Margrétar, (26. desember 1974), er Kristján Jón Arilíusson, f. 12. júní 1946. Foreldrar hans voru Arilíus Borgfjörð Þórðarson, f. 2. nóvember 1906, d. 18. september 1992, og Kristín Halldórsdóttir, f. 9. desember 1913, d. 11. apríl 1984.
Börn þeirra:
4. Arilíus Borgfjörð, f. 24. desember 1973. Kona hans Anna Elsa Eggertsdóttir.
5. Kristín Halldóra Arilíusdóttir, f. 22. maí 1981.
6. Jón Þór Kristjánsson, f. 8. nóvember 1982. Kona hans Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.