Jóhannes Ágúst Stefánsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jóhannes Ágúst Stefánsson.

Jóhannes Ágúst Stefánsson verkamaður, tónlistarmaður fæddist 22. júní 1961 í Sædal við Vesturvegi 6 og lést 23. júní 2011 á Heilbrigðisstofnun Eyjanna.
Foreldrar hans voru Einar Sigurfinnsson afgreiðslumaður, f. 14. febrúar 1940 á Brekastíg 23, d. 19. maí 2004, og fyrrum kona hans Margrét Bragadóttir, f. 22. maí 1942 á Þórshöfn á Langanesi, d. 13. nóvember 2018.
Kjörforeldrar hans voru Stefán Sigurður Ágústsson, f. 2. febrúar 1917, d. 22. nóvember 1998, og kona hans Friðvör Helfrið Ágústsson, f. 16. september 1926, d. 24. nóvember 1999.

Börn Margrétar og Einars:
1. Bragi Einarsson framhaldsskólakennari, f. 7. júní 1960. Kona hans Guðrún F. Stefánsdóttir.
2. Jóhannes Ágúst Stefánsson verkamaður, tónlistarmaður, f. 22. júní 1961, d. 23. júní 2011. Kjörforeldrar hans Stefán Ágústsson og Friðvör Helfrið Ágústsson.

Jóhannes var með kjörforeldrum sínum.
Hann var tónlistarmaður og ljóðahöfundur, var diskótekari og útvarpsmaður. Hann átti mikið af frumsömdu efni.
Jóhannes vann m.a. á Kópavogshæli og á Landspítalanum , í Fiskiðjunni, í Vinnslustöðinni og hjá Bænum.
Nokkru fyrir andlát hans lauk upptökum á nýjum diski með efni eftir hann.
Þau Rósa giftu sig 1997, eignuðust ekki börn saman. Þau bjuggu í fyrstu Sjálfsbjargarhúsinu í Reykjavík, fluttu til Eyja í júní 1997, bjuggu síðast við Foldahraun 42d.
Hann lést 2011.

I. Kona Jóhannesar Ágústs, (4. október 1997), er Guðrún Rósa Friðjónsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 3. mars 1957. Foreldrar hennar voru og Ragna Aðalsteinsdóttir, f. 29. mars 1926, d. 12. ágúst 2021, og Marz Friðjón Rósantsson, f. 12. desember 1912, d. 6. júlí 1981.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.