Magnús Magnússon (Ártúnum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Magnús Magnússon vinnumaður í Norðurgarði og víðar fæddist 8. ágúst 1800 á Velli í Hvolhreppi og lést 8. ágúst 1826.
Foreldrar hans voru Magnús Árnason frá Steinsholti í Gnúpverjahreppi, bóndi á Velli og í Ártúnum á Rangárvöllum, f. 1766, d. 17. maí 1842, og kona hans Hólmfríður Snorradóttir húsfreyja frá Finnshúsum í Fljótshlíð, skírð 29. apríl 1767, d. 14. september 1839.

Magnús var bróðir Árna Magnússonar vinnumanns, síðar bónda í Ártúnum, f. 18. mars 1799, d. 2. júní 1863.

Magnús var kominn til Eyja 1821, er hann fluttist frá OddsstöðumBrekkuhúsi, var vinnumaður í Norðurgarði í lok árs 1821 og 1822.
Hann fór frá Norðurgarði að Ártúnum 1823.
Magnús var vinnumaður í Haga í Holtum, ókvæntur og barnlaus.
Hann lést 1826.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.