Málfríður Árnadóttir (Hjalteyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Málfríður Árnadóttir frá Búlandi í Skaftártungum, V.-Skaft., húsfreyja fæddist þar 25. júlí 1868 og lést 23. september 1947 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Árni Sigurðsson frá Grímsstöðum í Meðallandi, V.-Skaft., f. þar 11. júlí 1835, d. 8. janúar 1914 í Skálmabæjarhraunum í Álftaveri þar, og kona hans Sigríður Þorkelsdóttir frá Skaftárdal á Síðu, húsfreyja, f. þar 7. maí 1833, d. 11. apríl 1921 í Litla-Hvammi í Mýrdal.

Málfríður var með foreldrum sínum á Búlandi til 1879, á Snæbýli í Skaftártungu 1879-1889.
Hún fór til Eyrarbakka 1889, giftist Böðvari á því ári, var húsfreyja í Björgvin þar 1890, koma að Snæbýli með Böðvari 1891 og dvaldi til 1893, var húsfreyja á Seyðisfirði frá 1893 og enn 1901. Hún var hjá Árna syni sínum í Austurkoti á Álftanesi, Gull. 1920.
Þau Böðvar fluttu til Eyja 1927, bjuggu á Hjalteyri við Vesturveg 13b.
Böðvar lést 1934.
Málfríður flutti með Árna syni sínum að Klöpp á Seltjarnarnesi 1940 og dvaldi þar til dánardægurs 1947.

I. Maður Málfríðar, (24. júlí 1889), var Böðvar Pálsson frá Steinum u. Eyjafjöllum, söðlasmiður, f. 21. ágúst 1857, d. 4. apríl 1934 í Eyjum.
Börn þeirra:
1. Árni Sigurður Böðvarsson rakarameistarri, útgerðarmaður, f. 28. júní 1898 í Snæbýli í Skaftátungu, V.-Skaft., d. 14. apríl 1975.
2. Sigríður Böðvarsdóttir húsfreyja á Ísafirði og í Reykjavík, f. 14. janúar 1893, d. 28. nóvember 1978.
3. Sigurlína Böðvarsdóttir, f. 21. ágúst 1894, d. 13. desember 1915.
4. Páll Vigfús Ólafur Böðvarsson skipstjóri í Eyjum, f. 16. mars 1901, d. 26. september 1939.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.